Auðvitað les Skúli Mogensen það sem við skrifum. Allt annað væri kjánalegt

Auðvitað les Skúli Mogensen það sem við skrifum. Allt annað væri kjánalegt

Nei, við hjá Fararheill förum seint í metabækur fyrir lestur eða vinsældir. En enginn forstjóri íslensks flugfélags eða ferðaskrifstofu með snefil af viti í kolli lætur hjá líða að kíkja reglulega á okkur 🙂 Það vekur feita athygli okkar hér að eftir að hafa birt um þriggja daga skeið skít og kanil af twitter um … Continue reading »

Troðfullur tilboðspakki Úrval Útsýn en ýmislegt vafasamt hangir á spýtu

Troðfullur tilboðspakki Úrval Útsýn en ýmislegt vafasamt hangir á spýtu

Við fyrstu sýn virðist ferðaskrifstofan Úrval Útsýn vera að gera allt rétt. Fjöldi ferða til spennandi sólarstaða í boði á sértilboðssíðu ferðaskrifstofunnar. En eins og alltaf hangir dálítið vafasamt á spýtu. Samkvæmt nýlegu viðtali Viðskiptablaðsins við framkvæmdastjóra Úrval Útsýn gengur reksturinn framar vonum. Landinn á viðskipti við ferðaskrifstofuna fyrir milljarða króna árlega. Sem segir auðvitað … Continue reading »

París í sumar? Þá eru fargjöld Icelandair og Transavia lægri en hjá Wow Air

París í sumar? Þá eru fargjöld Icelandair og Transavia lægri en hjá Wow Air

Alltaf súrt þegar sjálfskipað lággjaldaflugfélag reynist vera dýrari kostur en Icelandair. Reyndar gott betur en súrt. Það bara stínker lélegt stöff. Og það er raunin til Parísar á köflum í sumar samkvæmt stikkprufum okkar á verði á flugi fram og aftir til Parísar í júní, júlí og ágúst. Gróflega má segja að þessa stundina finnur … Continue reading »

Iberia Express með netta nýársútsölu

Iberia Express með netta nýársútsölu

Margir þarna úti vita ekkert um þá tugi erlendra flugfélaga sem fljúga til og frá Íslandi á þessum síðustu og verstu. Spænska lággjaldaflugfélagið Iberia Express er eitt þeirra og þar er nú verið að henda út æði ljúfum afsláttum á hinum og þessum túrunum. Iberia Express, dótturfyrirtæki hins fræga spænska flugfélags Iberia, flýgur til og … Continue reading »

Bærinn sem byggðist á líkum

Bærinn sem byggðist á líkum

Nafn Vila Franca do Campo er hvorki frægt né auðfundið. Hvorki í annálum sögunnar né á nútímalegu internetinu. Bærinn atarna væri þó sennilegast höfuðborg hinna portúgölsku Azoreyja í dag ef ekki hefðu komið til hörmulegar náttúruhamfarir á eynni Sao Miguel árið 1522. Kunnugir vita sem er að höfuðborg Azoreyjanna portúgölsku í miðju Atlantshafinu, eða Asóreyja … Continue reading »

Hvers vegna fer Wow Air Krísuvíkurleiðina til Alicante?

Hvers vegna fer Wow Air Krísuvíkurleiðina til Alicante?

Það kann að hljóma hjákátlega að segja að eitthvað flugfélag fari Krísuvíkurleiðina alla leið til Alicante á Spáni en þar auðvitað verið að meina að tekin sé seinfarnari eða lengri leið en ella er þörf á. Merkilegt nokk virðist það reyndin til Alicante. Þrjú flugfélög skottast með okkur til hinnar vinsælu Alicante á austurströnd Spánar … Continue reading »

Skíðaferð til Tenerife

Skíðaferð til Tenerife

Þar er ekki hægt að ganga að snjó vísum fremur en í Bláfjöllunum okkar en það kemur velflestum á óvart að það er raunverulega hægt að skíða á hinni annars brennheitu Tenerife. En kannski ætti það ekki að koma á óvart þekki fólk eyjuna aðeins. Hér er jú hæsta fjall Kanaríeyja, 3.718 metra hátt, og … Continue reading »

Svona sleppurðu við að borga okurprís fyrir yfirvigt hjá Wow Air

Svona sleppurðu við að borga okurprís fyrir yfirvigt hjá Wow Air

Það er súrara en ferskur rabbabari með salti að þurfa að borga fimm, sex, sjö, átta og jafvel upp í níu þúsund krónur AÐRA LEIÐ fyrir innritaða töskudruslu hjá Wow Air. Hér er eitt trix sem sparar þér þá upphæð. Ef svo vill til að þú þarft að ferðast með svokallaðan aukabúnað eins og til … Continue reading »

Og þú hélst að Perú væri bara Machu Picchu og búið

Og þú hélst að Perú væri bara Machu Picchu og búið

Fyrir ekki svo löngu síðan hitti einn úr ritstjórn hóp Bandaríkjamanna á knæpu í miðborg Reykjavíkur. Kanarnir allir á heimleið eftir vikutúr svo sjálfsagt að spyrja hvað Ísland hefði skilið eftir í sálinni. Jú, Golden Circle var „brilljant“ og snjósleðaferð á jökli „súperdúper.“ En toppurinn á öllu var íslenska kvenfólkið sem þótti bera af í … Continue reading »

Svo þig langaði alltaf að skoða Kanada í þaula fyrir lítið

Svo þig langaði alltaf að skoða Kanada í þaula fyrir lítið

Við hér elskum Kanada og erum líklega ekki ein um það. Hreint dásamlegt að þvælast um landið en gallinn auðvitað sá að það er allt of stórt og víðfeðmt til að skoða og sjá allt sem merkilegt telst. Eða hvað? Jú, það verður að viðurkennast að það er fjári erfitt að flakka um Kanada þvert … Continue reading »

Kanaríeyjar eða Flórída?

Kanaríeyjar eða Flórída?

Æði margt skrýtið í kýrhausnum og öðrum tilteknum hausum líka. Til dæmis sú staðreynd að árið 2018 fæst tólf stunda flug fram og aftur til Kanaríeyja oft niður í 30 til 40 þúsund krónur á kjaft. En langi fólk í fjórtán stunda flug fram og aftur til Flórída er algjör hending að komast undir 80 … Continue reading »

Fimm stjörnu gisting með glans á Madeira

Fimm stjörnu gisting með glans á Madeira

Það eru tvær góðar ástæður fyrir því að þeir sem hyggjast dvelja á portúgölsku eynni Madeira bóka oftar en ekki fjögurra eða fimm stjörnu gistingu á staðnum. Sú fyrri snýr að því að hingað er ekki auðveldlega komist frá mörgum löndum, þar með talið Íslandi. Reglulegt áætlunarflug til Madeira er mjög af skornum skammti frá … Continue reading »

Dagur í lífi Wow Air part deux

Dagur í lífi Wow Air part deux

Í gærkvöldi tókum við stöðuna á kvörtunum og veseni viðskiptavina Wow Air Skúla Mogensen á samfélagsvefnum Twitter. Fullt þar af volli og ónotalegheitum eins og lesa má um hér. En er staðan eitthvað betri sólarhring síðar? Vitiborið fólk veit sem er að hinir allra verstu hlutir gerast helst þegar góða fólkið hefst ekkert að. Þar … Continue reading »