Sex bestu hátíðir Þýskalands
Ótrúleg sjón í frönskum smábæ

Ótrúleg sjón í frönskum smábæ

Hætt er við að margir myndu reka upp stór augu að heimsækja til dæmis Vopnafjörð á þjóðhátíðardegi Íslendinga og sjá þar jafnmarga flagga færeyska fánanum og þeim íslenska. Á slíku eru reyndar litlar sem engar líkur en villist fólk inn í smábæinn Aubigny-sur-Nère í Frakklandi á Bastilludeginum franska blasir við merkileg sjón. Þar blakta við … Continue reading »

Prútt 101: Miklu meira fyrir miklu minna

Prútt 101: Miklu meira fyrir miklu minna

Ætli sé eitthvað ergilegra en koma heim glöð í bragði yfir stórkostlegum kaupum á erlendum markaði einungis til þess að finna Gullu frænku og spjátrunginn manninn hennar glottandi út í eitt með sömu vörur sem þau fengu mun ódýrar á sama markaði… Margir geta sjálfum sér um kennt fyrir að hafa ekki þor til að … Continue reading »

Nauðsynlegt stopp á ferð um Colorado

Nauðsynlegt stopp á ferð um Colorado

Í Colorado í Bandaríkjunum er margt forvitnilegt að sjá og prófa en að öðrum stöðum ólöstuðum er það undantekningarlítið Mesa Verde þjóðgarðurinn sem fær allra hæstu einkunn ferðamanna til fylkisins. Þar gefur til dæmis að líta aldeilis mögnuð mannvirki.  Það tekur reyndar tímann sinn að aka alla leið frá Denver til Mesa Verde sem situr … Continue reading »

Afsláttarkjör í boði ef lúxussigling er málið í vetur

Afsláttarkjör í boði ef lúxussigling er málið í vetur

Skipafélagið Norwegian Cruise Line, sem reyndar er skráð á Bermúda til að forðast háa skatta, er að bjóða áhugasömum upp á afsláttarkjör þessi dægrin. Það er að segja ef vetrarsigling 2017/2018 þykir spennandi kostur. Fararheill hefur áður bent siglingaunnendum að nánast undantekningarlaust sé gáfulegt að kaupa siglingu hjá skipafélaginu sjálfu og henda milliliðum fyrir róða. … Continue reading »

Er sólarvörnin raunverulega að verja þig og þína?

Er sólarvörnin raunverulega að verja þig og þína?

Albert nokkur Einstein hafði sem reglu og mælti með við alla aðra að véfengja allt eða „question everything“ á hinu engilsaxneska. Það á við um allt undir sólinni og ekki hvað síst sólarvörur. Fararheill hefur áður og ítrekað bent lesendum á að hafa varann á sér áður en stokkið er út í sólina á fjarlægum … Continue reading »

Icelandair er dásamlegt flugfélag og þið eruð fávitar

Icelandair er dásamlegt flugfélag og þið eruð fávitar

Jamm og jæja. Svo virðist sem rökfest gagnrýni okkar á flugfélagið Icelandair fari mjög miður niður. Átján undirskrifuð hatursskeyti þegar þetta er skrifað plús ótaldar feitar pillur á samfélagsmiðlum. Verst að ekki einn gagnrýnandi færir rök fyrir máli sínu. Fararheill hefur um langa hríð verið gagnrýnin á flugfélagið Icelandair og það sem það fyrirtæki býður … Continue reading »

Primera Air lofar öllum öðrum en Íslendingum „óborganlegum fargjöldum“

Primera Air lofar öllum öðrum en Íslendingum „óborganlegum fargjöldum“

Hei, hó, jibbí jei. Sautjándi júní reyndar liðinn og gott betur en Andri Már Ingólfsson, forstjóri Primera Air Group, lofar nú öllum öðrum en Íslendingum gulli og grænum skógum. Flott hjá Andra Má. Nú fær hann heilsíðu hjá breskri útgáfu Frjálsrar verslunar, sem setti gullpinna í kappann á sínum tíma fyrir að vera sérdeilis góð … Continue reading »

Sumarfríið HELMINGI ódýrara í Austur-Evrópu

Sumarfríið HELMINGI ódýrara í Austur-Evrópu

Mörgum kann að finnast Kanaríeyjar, Algarve og Costa del Sol aldeilis toppurinn á tilverunni þegar kemur að ódýrum sumarfríum. Það kostar jú „ekki neitt“ að lifa á þessum stöðum. En verðlagið er samt HELMINGI dýrara en það er á sólbaðsstöðum í austurhluta Evrópu. Það er jú ekki eins og við Íslendingar höfum mikið val. Ef … Continue reading »