Ókyrrð í flugi yfir Norður Atlantshafi eykst til muna í framtíðinni

Ókyrrð í flugi yfir Norður Atlantshafi eykst til muna í framtíðinni

Gangi spár loftslagsvísindamanna eftir gæti orðið töluvert óþægilegra að fljúga til og frá Íslandi í framtíðinni en raunin er nú. Líkön sýna að ókyrrð í lofti á þessum slóðum gæti meira en tvöfaldast frá því sem nú er. Einn úr ritstjórn Fararheill hefur orðið vitni að tiltölulega alvarlegum meiðslum flugþjóns þegar flogið var óvænt inn … Continue reading »

Þolir fátt verra en söfn á þvælingi um heiminn

Þolir fátt verra en söfn á þvælingi um heiminn

Rithöfundurinn brasilíski Paulo Coehlo á marga aðdáendur hérlendis sem víðar. Þeir sem stúdera bækur hans komast fljótt að því að söguhetjur hans eru undantekningarlítið á miklu ferðalagi. Annaðhvort innra með sér eða á raunverulegu flakki um þessa veröld. Það á ekki að koma á óvart því sjálfur er Coehlo ferðaþyrstur með afbrigðum. Nægir að kíkja … Continue reading »

Fyrsta flokks golf í Boston

Fyrsta flokks golf í Boston

Þeir sem til þekkja vestanhafs vita sem er að þar er golfvöllum skipt í tvo flokka. Almenningsvellir annars vegar og einkavellir hins vegar. Skal ekki koma á óvart að hringir á þeim síðarnefndu eru töluvert dýrari. Fararheill hefur áður gefið það ráð til þeirra sem vilja spila golf í Bandaríkjunum að notfæra sér það ef … Continue reading »

Átta hundruð þúsund krónur fyrir barstýrustarf og annað heillandi

Átta hundruð þúsund krónur fyrir barstýrustarf og annað heillandi

Það er súrt að vera Íslendingur þessi dægrin. Gildir þá einu hvort fólk er menntað upp í rjáfur eða ráfar atvinnulaust um götur. Hvorki meðalbætur né meðallaun á markaði duga vel fyrir öðru en draga andann og kannski lúnu 100 prósent veðsettu þaki yfir haus. Á sama tíma greiðum við sama verð eða hærra fyrir … Continue reading »

Svo þú vilt gjarnan losna við sjóveiki í skemmtisiglingum

Svo þú vilt gjarnan losna við sjóveiki í skemmtisiglingum

Enginn skortur er á ferðum í boði með skemmtiferðaskipum og bátum um heimsins höf og ár en flestir þeir sem slíkar ferðir selja minnast lítt eða ekki á eitt það sem auðveldlega getur sett leiðindastrik á slíkar ferðir: sjóveiki. Að hluta til heyrist lítið um sjóveiki sökum þess að skemmtiferðaskipin verða sífellt stærri og betri … Continue reading »

Hvað kosta svo hlutirnir í Washington D.C?

Hvað kosta svo hlutirnir í Washington D.C?

Við skulum bara viðurkenna það. Stór ástæða þess að okkur flest langar að ferðast út fyrir steina þessa lands er til að komast í fjölbreyttara úrval verslana erlendis sem jafnframt bjóða vörur á töluvert lægra verði en hér er raunin. Samtök verslunarinnar mega mótmæla til endaloka heimsins en staðreyndin er samt sem áður sú að … Continue reading »

Hér taka Harley og Davidson sérlega vel á móti þér

Hér taka Harley og Davidson sérlega vel á móti þér

Wisconsin fylki í Bandaríkjunum er sjaldan nefnt til sögunnar sem ómissandi áfangastaður ferðamanna og reyndar aldrei ef út í það er farið. En sé það eitthvað eitt sem dregið hefur mann og annan hingað gegnum tíðina er það Harley-Davidson safnið. Milwaukee í Wisconsin er nefninlega mekka mótorhjólagarpa hvarvetna í veröldinni og þá auðvitað fyrst og … Continue reading »

Hvað kostar svo nótt í gömlum skoskum kastala?

Hvað kostar svo nótt í gömlum skoskum kastala?

Það gerir ferðalög óneitanlega eftirminnilegri en ella ef höfði er lagt annars staðar en á hefðbundnum gerilsneyddum hótelum. Til dæmis í ógerilsneyddum aldagömlum köstulum. Eftirminnilegri dvöl í Skotlandi. Mynd Antonio Cinotti Það er áberandi eftirspurn á heimsvísu eftir annars konar upplifun en hefðbundin hótel hafa upp á að bjóða. Það sannar margt; íbúðaleigan Airbnb, sófavefurinn … Continue reading »
Manchester í alveg nýju ljósi

Manchester í alveg nýju ljósi

Það er ýmislegt að sjá og gera í Manchester í Englandi eins og mörgum er kunnugt og ekki síst knattspyrnuáhugamönnum sem hingað hafa sótt í áraraðir. Þeir kannski með annað fyrir stafni en skoða borgina en við hin ættum ekki að láta framhjá fara að sækja Cloud 23 heim eins og einu sinni. Það er … Continue reading »