Nöfn staða á borð við Benidorm, Alicante, Algarve eða Antalya vekja hroll hjá ákveðnum hópi fólks sem ekki getur hugsað sér að eyða frítíma bráðnandi á skítugri ströndu. Sama fólk gæti þó kannski hugsað sér góða fjallaferð í Ölpunum.

Heilsuþenkjandi fólk sómir sér betur í fjallalofti Austurríkis en á sólarströndum Spánar. Skjáskot
Heilsuþenkjandi fólk sómir sér betur í fjallalofti Austurríkis en á sólarströndum Spánar. Skjáskot

Við rákumst á skratti fína vikuferð til Austurríkis þar sem gist er á klassísku austurrísku fjallahóteli í vikustund í júní. Hálft fæði innifalið og hver og einn sem ætlar út að klífa fjöll, hjóla um sveitir eða tyggja strá í næsta rjóðri fær með sér nesti ef vill.

Flott þjónusta og ekki ætti áhuginn að minnka þegar verðið er skoðað. Pakkinn frá Birmingham kostar manninn aðeins 71 þúsund krónur plús 30 þúsund sem flug með Icelandair til Birmingham og heim aftur kostar.

Smá púsl til að allt passi en þá getur fjallaloftið austurríska fyllt brjóst fyrir rétt rúmar 100 þúsund krónur á mann miðað við tvo. Það er vel sloppið í annars dýru landi.

Meira hér.