Nei, við hjá Fararheill förum seint í metabækur fyrir lestur eða vinsældir. En enginn forstjóri íslensks flugfélags eða ferðaskrifstofu með snefil af viti í kolli lætur hjá líða að kíkja reglulega á okkur 🙂

Þjónustuver Wow Air ekki sést í marga daga. En eftir að við fórum að benda á stínk er-lélega þjónustu flugfélagsins hefur allt breyst til batnaðar…

Það vekur feita athygli okkar hér að eftir að hafa birt um þriggja daga skeið skít og kanil af twitter um arfaslaka eða alls enga þjónustu flugfélagsins Wow Air birtist þjónustuver Wow Air eins og skrattinn úr sauðaleggnum ítrekað á twittervef flugfélagsins.

Það færir okkur heim sanninn um að herra Mogensen hefur sparkað í einhverja rassa hjá flugfélagi sínu. Það er jú enginn annar en sjéffinn sjálfur sem getur komið þjónustufólki á lappirnar hjá Wow Air. Aðrir hafa einfaldlega ekki völd til þess.

Sem þýðir 1-0 fyrir Fararheill gegn Wow Air. Og reyndar 1-0 fyrir viðskiptavini líka. Það er jú ekki eins og litli Fararheill sé ekki eini vefmiðill heims sem reynir að aðstoða örvæntingarfulla viðskiptavini Wow Air.

Verði ykkur að góðu 🙂