Hátíðir heimsins eru jafn fjölbreyttar og fólkið er margt og sumar af einkennilega taginu eins og gerist og gengur. Ein slík er sérstök samlokuhátíð sem haldin er hvar annars staðar en í bænum Sandwich í Englandi.

Nema hvað
Nema hvað

Ekki er vitað hvort Sómi eða Júmbó sendir keppendur á samlokuhátíðina þetta árið en þar er einmitt einn dagskrárliðurinn keppni um hver býr til bestu samlokuna. Annar spennandi liður er leikræn útfærsla á hvernig samlokan kom til en það er pínulítið merkileg 250 ára gömul saga.

Hún tengist Játvarðinum af Sandwich, Edward Montagu, sem sögur segja að hafi eitt sinn, til að spara tíma meðfram spilamennsku, hafi pantað brauð með „einhverju kjöti“ á milli. Ekki leið á löngu áður en spilafélagarnir pöntuðu það sama og Sandwich og það heiti er enn í fullu gildi. Vafasamt er þó að herra Sandwich hafi dottið í hug að matur á milli tveggja brauðsneiða ætti eftir að verða jafn vinsæll og raun ber vitni.

Barinn þar sem herra Sandwich pantaði hina frægu samloku er einmitt í bænum Sandwich sem eins og aðrir bæir í Englandi er fallegur miðaldabær. Ekki skemmir að skammt er í strönd og bærinn heldur ekki svo langt frá London að þangað verði ekki komist á tæpum tveimur tímum eða svo.

Nánar um samlokuhátíðina, Sandwich Celebration Festival, hér.


View Sandwich á Englandi in a larger map