Nema þú heitir Jóakim Aðalönd, hafir unnið í Víkingalottóinu eða eigir helling af bitcoin rafmynt undir koddanum er ólíklegt að þú hafir mikil efni á að fljúga með „lággjaldaflugfélaginu“ Wow Air til Tenerife um miðjan febrúar.

Stundum eru ódýrustu fargjöld Wow Air á okurverði. Mynd Caribb

Víst býður Wow Air Skúla Mogensen reglulega upp á lág fargjöld hingað og þangað en þó aðeins svo lengi sem þú ferðist allslaus. Samkvæmt ítrekuðum verðkönnunum okkar síðustu árin er Wow Air almennt ekki að bjóða lægra verð út í heim eða heim en aðrir ef þörf er á farangri meðferðis.

En æði oft missir Wow Air sig í græðginni líka og frábært dæmi um það finnur hver sá sem langar til Tenerife í viku um miðjan febrúar.

Allra lægsta auglýsta verð aðra leið til Tenerife án farangurs með Wow Air næstu mánuðina kostar svo mikið sem 17.998 krónur og ekkert innifalið.

Skoðum að gamni verðið hjá sama flugfélagi ef þig langar út um miðjan næsta mánuð í eina viku og án farangurs.

Eða hvaða meðal Íslendingur með meðallaun rýkur til Tenerife í viku með alls ekki neitt meðferðis á lélegasta farrými og þarf að greiða fyrir það litlar 122.787 krónur!!!

Enginn hér hjá Fararheill áttar sig á því hvað er „lággjalda“ við ofangreint verð. Þvert á móti er þetta glæpsamlegt okur.