Það eru lögreglumenn á hverju strái við hið gullfallega musteri Phnom Penh í Kambódíu þessi dægrin vegna síharðandi árása á ferðamenn. Árásirnar eru þó ekki af mannavöldum hefur hefur hópur macaque apa sem þar hafa komið sér fyrir valdið verulegum vandræðum og oftar en einu sinni ráðist á ferðamenn við musterið.

Það vita þeir sem ferðast hafa að ráði um suðaustur Asíu að apa er víða að finna við vinsæla ferðamannastaði.

Dúllulegir flestir hverjir við fyrstu sýn en af þeim er ónæði oft á tíðum því þeir ræna miskunnarlaust öllu því sem hægt er. Sjaldgæft er þó að þeir beinlínis ráðist á og bíti fólk eins og hefur verið raunin í Phnom Penh.

Er vandamálið svo stórt að þarlend yfirvöld veita verðlaun fyrir verstu óróaseggina og hafa einir þrettán apar af tvö hundruð sem halda sig reglulega á svæðinu verið fjarlægðir.