Gangi allt eftir áætlun eru að verða síðustu forvöð að líta Feneyjar augum áður en ásýnd hennar tekur töluverðum stakkaskiptum. Hugmyndir um að reisa þar 60 hæða skýjakljúf eru komnar langleiðina gegnum samþykktarferli en sá yrði allra fyrsti skýjakljúfur borgarinnar.

Glerhýsi Pierre Cardin mun gjörbreyta ásýnd Feneyja og færa gamla borgina umsvifalaust til nútímans. En ekki eru allir hrifnir af því.
Glerhýsi Pierre Cardin mun gjörbreyta ásýnd Feneyja og færa gamla borgina umsvifalaust til nútímans. En ekki eru allir hrifnir af því.

Það er tískumógúllinn Pierre Cardin sem á sér draum um að Feneyjar rísi á ný til fyrri frægðar og hann telur kostulegar nýbyggingar á borð við þær sem Dúbaí og Abu Dhabi eru frægar fyrir einu leiðina til þess.

Ítalskir fjölmiðlar hafa margir hverjir misst sig yfir stórhuga hugmyndum Cardin sem vill reisa 60 hæða glerhýsi auk lokaðs skemmtisvæðis með hótelum, dýrum leiguíbúðum og eins og einni verslunarmiðstöð í Porto Marghera aðeins fimm kílómetra frá Markúsartorginu. Er verkefnið kallað svar Feneyja við Eiffel turni Parísar.

Glerhýsið verður 250 metra hátt og Cardin sjálfur auðvitað með svítuna á efstu hæð undir sig og sína. En hætt er við að tákn borgarinnar um aldaraðir, klukkuturn Markúsarkirkju við samnefnt torg, megi sín lítils í kjölfarið en turninn sá er hæsta bygging borgarinnar með sína 120 metra.

Hugmyndirnar eiga þó harða andstæðinga í hópi listunnenda, arkitekta og margra borgarbúa sem telja þetta eyðileggja fegurð Feneyja.


View Porto Marghera í Feneyjum in a larger map