Hér eru nefnd til sögunnar þrjú tiltölulega framandi nöfn: Singapúr, Borneó og Balí. Ferðaþyrstir þurfa líklega ekki meira en nöfnin til að komast á hugarflug en dugi það ekki til er hægt að bóka kyngimagnaða ferð í haust þar sem allir þrír staðir eru heimsóttir.

Þessi staður lofar nokkuð góðu svo ekki sé meira sagt. Velkomin til Borneó. Mynd K.G.
Þessi staður lofar nokkuð góðu svo ekki sé meira sagt. Velkomin til Borneó. Mynd K.G.

Um er að ræða fjórtán daga túr frá Bretlandi þar sem dvalið er þrjár nætur í Singapúr, fjórar nætur á fimm stjörnu klassastað á Borneó og að endingu er sólin sleikt í sjö daga á Balí. Lofar aldeilis góðu finnst þér ekki?

Ekki þarf að fara mörgum orðum um staðina. Singapúr og Balí vel þekktir og af nokkuð góðu. Borneó er líklegast mest framandi enda ekki svo gríðarlega mikið af ferðum í boði þangað í samanburði við marga aðra staði í þessum hluta heimsins. Einhver kann þó að reka upp stór augu að vita að Borneó er þriðja stærsta eyja heims og stærsta eyjan hér um slóðir. Hún er líka enn að stórum hluta þakin frumskógi þó vel gangi mönnum að ganga á þann skóg eins og víðar.

Það segir sig kannski sjálft að slík ferð er ekki alveg á tombóluskalanum enda ekki aðeins langt flug til Asíu heldur og flogið töluverðan spotta milli ofangreindra þriggja staða. Samt sem áður er óhætt að mæla með ferðinni að okkar mati því sé farið þá daga sem lægsta verð finnst á þremur dagsetningum í október kostar pakkinn mann miðað við tvo saman aðeins 383 þúsund krónur. Samtals frá Bretlandi því 766 þúsund á parið plús þá 60 til 70 þúsund frá Íslandi til Englands og til baka. Heildarupphæðin kringum 840 þúsund alls.

Ekki gefið en ekki mjög dýrt heldur í neinu tilliti. Nánar hér.