Okkur er sama hvað yfirborðskenndar kannanir segja og sýna. Fátt er leiðinlegra en hanga í Leifsstöð, eða í öðrum flugstöðvum, sekúndu lengur en þörf krefur. Það hafa nánast allir farþegar Wow Air þurft að láta yfir sig ganga þennan daginn.

Hver einasta vél Wow Air í loftið langt á eftir áætlun í morgun og hvergi upplýsingar um hvers vegna. Skjáskot

Eins og sjá má á meðfylgjandi skjáskoti fór ekki ein einasta vél Wow Air í loftið á réttum tíma þennan morguninn. Auðvitað eðlilegasti hlutur í heimi að ein og ein vél sé kannski ekki 100 prósent á tíma en líka óeðlilegasti hlutur í heimi að allar brottfarir þennan morguninn séu langt á eftir áætlun. Heilum 75 mínútum í versta tilvikinu.

Klárlega geta ætíð komið upp ófyrirsjáanleg atvik hjá flugfélögum sem valda töfum. Þarf ekki annað en slæmt veðurfar til að setja allt úr skorðum.

Það var hins vegar ekki raunin morguninn 30. desember 2017 því vélar Icelandair fóru í loftið á þokkalega tilsettum tíma.

Verst þó að hvergi finnst einn stafur og hvað þá afsökunarbeiðni til þeirra farþega Wow Air sem þurftu að mæta í Leifsstöð vel fyrir klukkan fjögur síðustu nótt aðeins til að hanga klukkutíma aukalega á hörðum bekkjum flugstöðvarinnar.

Hvers vegna var allur floti Wow Air klukkustund á eftir áætlun í morgun? Að láta ekki vita hvers vegna er léleg þjónusta. Ágætt að ÍMARK veitir ekki verðlaun fyrir þjónustu eins og þeir gera með markaðssetningu. Þá hefði herra Mogensen fengið flengingu.