Enn þann dag í dag er enn ekki sannað með óyggjandi hætti hver einn allra frægasti fjöldamorðingi London, Kobbi kviðrista, var né hvers vegna hann framdi ódæðisverk sín árum saman í skuggasundum borgarinnar.

Merkilega sögu lögreglunnar í London má kynna sér við Wood strætið. Mynd Martin Deutchs
Merkilega sögu lögreglunnar í London má kynna sér við Wood strætið. Mynd Martin Deutchs

Sem er sérdeilis fínt mál fyrir áhugaspæjara nútímans sem leggjast vilja yfir gögn málsins og spreyta sig. Þá gæti verið hjálplegt að sjá og jafnvel þreifa á raunverulegum gögnum lögreglu frá þeim tíma og svo vill til að á safni einu í ensku höfuðborginni er það beinlínis hægt.

Safnið sem hér um ræðir er lítið og kannski fráhrindandi heimsóknar fyrir þá sem eitthvað hafa á samviskunni. Það er nefninlega staðsett í höfuðstöðvum borgarlögreglunnar. City of London Police Museum er oftast nær ekki á topplistum samkvæmt ferðahandbókum en það er allmiðsvæðis í borginni og sé fólk á labbinu er til margt vitlausara en kíkja inn.

Þar gefur að líta brot úr sögu lögreglunnar í borginni langt aftur í aldir og á meðal muna safnsins eru gögn úr frægum málum sem lögregla hér hefur fengist við. Þar á meðal munir úr rannsókn morða sem kennd eru við Jack the Ripper fyrrnefndan.

Safnið stendur við Wood-stræti númer 37 og er aðgangur frír en nokkuð upp og niður hvenær dags það er opið. Það skýrist af því að safnið er rekið af áhugamönnum. Opnunartímann hvern mánuð fyrir sig má finna á vef safnsins.

Leave a Reply