Að öðrum ólöstuðum eru það líklegast Ítalir sem eru manna fróðastir um kaffidrykkju jafnvel þó Madríd á Spáni og París í Frakklandi bjóði flest kaffihúsin á hvern íbúa og skáki þar ítölskum borgum fremur auðveldlega.

Þegar í Róm er best að haga sér eins og Rómverji. Það gildir ekki síst um að panta sér kaffi
Þegar í Róm er best að haga sér eins og Rómverji. Það gildir ekki síst um að panta sér kaffi

Ýmsar eru hefðirnar í kaffidrykkjunni á Ítalíu sem heimakærir Frónbúar vita líklegast ekkert um. Jafnvel þó algjör sprengja hafi orðið hérlendis en vart eru nema tíu ár síðan orð á borð við cappucino eða cafe latte fóru að heyrast hér á húsum eins og ekkert væri sjálfsagðara.

Eftirtaldar eru þær kaffitegundir sem Ítalir þamba daginn út og inn og nákvæmlega úr hverju þær eru:

> AMERICANO  Þetta kaffi þekkja sennilega flestir. Blanda af hefðbundnu amerísku kaffi og hefðbundnu ítölsku. Á mannamáli er þetta útþynnt expresso og borið fram í mun stærri bollum en expresso.

> CAFFÉ  Svo merkilegt sem það nú er þá biðja Ítalir sjálfir sjaldan um bolla af expresso á börum. Þeir biðja um Caffé. Sem vissulega er almennt heiti yfir kaffi en á Ítalíu merkir það expresso.

> CAPPUCINO  Allir alvöru kaffiunnendur þekkja þennan drykk sem samanstendur af expresso, flóaðri mjólk og froðu. Færri vita að hann drekka Ítalir aldrei eftir mat.

> CORRETTO  Stundum er dúndursterkur expresso einfaldlega ekki nóg til að sparka manni í gang og þá færa Ítalir sig yfir í þetta kaffi. Sem er ekkert annað en expresso með áfengisdreitli. Oftast nær grappa, Baileys eða Sambuca en ekkert áfengi er á bannlista.

> DIETOR  Ítalir eru alla jafna litlir kaffidrykkjumenn nema með fylgi hrúga af sykri. Fyrir þá sem áhyggjur hafa af línum panta þeir þá Dietor sem er ítalskt sætuefni sem kemur í stað sykurs.

DOPPIO  Einn expresso ekki nóg til að opna augun eftir erfiða nótt? Doppio í bollann sem er einfaldlega tvöfaldur expresso.

FREDDO  Kalt kaffi er merkilega gott á stundum og sérstaklega þegar sól vermir vanga helst til of mikið. Freddo kaffi tryggir að kaffið þitt verður kalt þegar það kemur.

> GRANITA  Sé kalt kaffi ekki nógu kalt er næsta skref að panta granita. Það er nánast ekki kaffi heldur kalt og stundum næstum frosið kaffiþykkni.

HAG  Hag er einfaldlega koffínlaust kaffi.

CAFFÉ LATTE  Þennan þekkja flestir en Ítalir sjálfir eru ekkert frámunalega hrifnir. Þó lyftir enginn þjónn brúnum þótt pantaður sé einn latte. Gættu þess bara að hafa það caffé latte því annars færðu kalda mjólk.

> LUNGO  Nafnið þýðir langt á ítölsku á merkir að kaffið færðu í löngu og stóru glasi. Longo er í raun americana kaffi en almennt þynnra.

MACCHIATO  Þessi er vinsæll víða og á við um expresso bolla með dropa eða tveimur af heitri mjólk.

> MAROCCHINO  Þessi kaffidrykkur á vaxandi vinsældum að fagna á Ítalíu. Sá samanstendur af expresso sem yfir er dreift kakódufti og heitri mjólkurfroði bætt við á endanum. Ljúffengur mjög.

CAFFÉ CON PANNA  Panna er ítalska yfir rjóma og á við um þeyttan rjóma. Margir kjósa slurk af honum ofan á kaffið sitt.

RISTRETTO  Hafi verið tekið á því kvöldið áður dugar stundum feitur expresso ekki til. Þá grípa vanir menn til ristretto sem er bolli af expresso með þeim mun þó að helmingi minna vatn er brúkað. Kaffið verður sterkara sem því nemur og er næstum eins og að éta kaffibaun. En það kemur dauðum manni á lappirnar.

> SHAKERATO  Þessi er dálítið einstakur og finnst víðast hvar ekki nema á sumrin. Þetta er expresso með mjólk, ís og sykri sem hrist er saman í kokteilhristara. Sumir henda líka skoti af áfengi ef sá gállinn er á fólki.