Skip to main content

Tæplega 16 prósent fleiri ferðamenn sóttu Kanarí heim árið 2017 en 2016. Sem er jákvætt fyrir efnahag eyjunnar nema kannski að veitingahúsa- og bareigendur á Ensku ströndinni urðu þess ekkert varir.

Þeim fjölgar mjög hótelunum á Kanarí sem bjóða allt innifalið pakka og það virðist vera að komaalvarlega í bakið á bar- og veitingahúsaeigendum hér um slóðir

Þeim fjölgar mjög hótelunum á Kanarí sem bjóða allt innifalið pakka og það virðist vera að komaalvarlega í bakið á bar- og veitingahúsaeigendum hér um slóðir

Í það minnsta ekki miðað við þá aðila í bar- og veitingarekstri sem Fararheill tók tali nýlega. Þrátt fyrir stóraukinn fjölda ferðamanna, mestu aukningu frá árinu 2009, eru verslunarmiðstöðvar borgarinnar varla svipur hjá sjón.

Hin fræga Yumbo Center, sem margir Íslendingar þekkja vel, er ekki aðeins orðin þreytt og lúin, heldur fjarar heldur betur úr því stuði sem gerði staðinn frægann á sínum tíma. Hér er meira að segja tómlegt orðið um helgar segja menn sem hér stunda verslun og hafa gert um árabil og það jafnvel þó töluvert fleiri gisti í bænum en á árum áður.

Ástandið síst betra í hinum tveimur verslunarmiðstöðvum hér í borg. Í bæði Cita og Kasbah má finna fjölda auðra verslunarplássa til leigu eða sölu og hafa verið það lengi.

Verslunareigendurnir segja tvær ástæður helstar fyrir niðursveiflunni. Annars vegar að evrópskir ferðamenn, sem eru jú 99 prósent þeirra sem hingað koma, eru blankari en áður og kaupa almennt minna. Hins vegar nefndu fjórir rekstraraðilar þá sök hversu mörg hótel hér eru farin að bjóða upp á „allt innifalið“ pakka. Slíkt hefur lengi verið tíska í Karíbahafi og þar sem Kaninn elur komur sínar en er tiltölulega nýlegt fyrirbæri á Spáni.

Reynslan af stöðum þar sem hótel sem bjóða oft eða alltaf svokallaðan allt innifalið pakka er slæm. Reyndin einmitt verið að veitingahús og barir deyja drottni sínum í hrönnum þar sem ferðamaðurinn fær allt sem hann vanhagar um á hótelum. Herbergi, nudd, drykki, öryggi og mat í öll hugsanleg mál. Hvers vegna að rölta um allar trissur ef hægt er að fá allt sem fólk vanhagar um úti í garði eða niðri á jarðhæð?

Engar opinberar tölur finnast um fjölda hótela á ensku ströndinni sem bjóða allt innifalið pakka en samkvæmt vefmiðlinum Canary News hefur slíkt mjög færst í vöxt síðustu þrjú til fjögur ár. Gróf úttekt á okkar eigin hótelvef þar sem finna má 343 mismunandi hótel og gististaði á ensku ströndinni svo dæmi sé tekið, leiðir í ljós að á rúmlega 90 þeirra er hægt að bóka herbergi plús allt innifalið.

Það merkir að latt fólk sem ekki nennir að hafa fyrir einu né neinu bókar vitaskuld pakka með öllu inniföldu. Um leið eykur það líkurnar á að eftir 20 ár eða svo finnist fáir spennandi veitingastaðir við ensku ströndina eða annars staðar þar sem latt fólk kemur mikið saman. Skoðaðu bara bæinn Cancún í Mexíkó ef þú trúir okkur ekki. Þar er, eftir 20 ára allt-innifalið æði hótela svæðisins, ekki tangur né tetur af lífi í bænum sjálfum og einu atvinnumöguleikar fólks á svæðinu eru láglaunastörf hjá erlendum hótelum við ströndina.

Það er spennandi í engu tilliti ef þú spyrð okkur hér…