Í byrjun árs 2009 stúderuðum við hjá Fararheill gaumgæfilega hvaða hótelbókunarvél við ættum að bjóða lesendum okkar upp á á vef okkar. Sá þurfti að bjóða lægsta verð, viðamikið úrval, mátti ekki svindla og svína og ekki geyma gróðann af starfseminni í skattaskjólum.

Fjórfaldur heimsmeistari ætti að geta fundið gistingu fyrir þig á lægsta mögulega verði 🙂

Við ákváðum að skjóta á tiltölulega lítinn og lítt þekktan aðila á markaðnum: HotelsCombined frá Ástralíu. Við hittum þar vel naglann á höfuðið því fyrr í dag var bókunarvefurinn sá valinn sá besti á World Travel Awards hátíðinni. Sem er svona Óskarsverðlaunaafhending ferðaþjónustu á heimsvísu. Ó já, og það í FJÓRÐA SKIPTI í röð 🙂

Við vitum mætavel að þið þarna úti elskið ykkar Booking.com. Því fyrirtæki tekist að koma sér vel fyrir á markaðnum og orðspor þess fer víða. Þó ekki ásakanir um skattaundanskot.

Booking.com býður endrum og sinnum lægsta verð á gistingu á tilteknum hótelum eða svæðum en þá gleymist oft að öllum gististöðum sem gera samning við Booking er óheimilt að bjóða lægra verð annars staðar en á þeim vef. Það í ofanálag við að taka hærri þóknun en gengur og gerist hjá flestum öðrum aðilum hefur valdið úlfúð víða í gistibransanum. Booking tekur til sín allt að 20 prósent af hverri bókun sem gerð er gegnum bandaríska fyrirtækið. Það munar um minna hjá hótelum og gististöðum og mörg hver taka tillit til þeirrar þungu þóknunar þegar verð per herbergi á einum eða öðrum tíma er ákveðið. Sum hótel ganga svo langt að láta viðskiptavini Booking mæta afgangi við innritun eingöngu sökum þess hve þóknunin er há. Jafnvel láta þá aðila fá verra herbergi en ella í stöku tilfellum.

Booking.com er ein 70 bókunarvéla sem okkar vefur, HotelsCombined, kannar þegar þú leitar að herbergi í fjarlægu landi. Og ítrekað kemur í ljós að risinn atarna er fjarri því að bjóða lægsta verð í mörgum tilvikum. Það getur þú gengið úr skugga um sjálf/-ur. Aðalatriðið að GERA VERÐSAMANBURÐ öllum stundum og hver betri til þess en FJÓRFALDUR HEIMSMEISTARI 🙂