Einu virðist gilda hvar tekið er niður. Það er svo langtum dýrara að fljúga nokkurn skapaðan hlut með Icelandair en öðrum að engu tali tekur.

Ljúfa París kostar töluvert meira með Icelandair en öðrum. Mynd Francetourisme
Ljúfa París kostar töluvert meira með Icelandair en öðrum. Mynd Francetourisme

Úttektir okkar síðustu misserin hafa sýnt það og sannað og þar sem góð vísa er sjaldan of oft kveðin er ágætt að bæta einni slíkri í safnið fyrir efasemdarmenn og harða aðdáendur Icelandair. Þaðan af síður eðlilegt að ríkið kaupi flugmiða með fyrirtækinu og kasti þannig fjármunum almennings bókstaflega á glæ.

Í ljós kemur að flug fram og aftur með Icelandair til Parísar í Frakkland  á þremur handahófskenndum dagsetningum í september næstkomandi er ALLT AÐ 60% dýrara en fljúga með keppinautum þessa sömu leið. Þá miðað við sardínufarrými Icelandair eða svokallað economy og að taska sé með í för hjá öllum þremur aðilum sem þessa leið fljúga.

Það er ekki lítið drjúgur verðmunur á sex tíma flugi til og frá vinsællri borg. Víst býður Icelandair upp á „afþreyingarkerfi“ og snjallsímainnritun í flug fólki að kostnaðarlausu. En flugfélagið er líka að fljúga einhverjum elstu vélum nokkurs flugfélags í Evrópu og 30 mínútna tafir eru í annarri hverri flugferð félagsins samkvæmt nýjasta lista Dohop. Þá er þjónusta flugfélagsins ekki upp á marga fiska oft á tíðum eins og Fararheill hefur ítrekað greint frá.

* Flug fram og aftur til Parísar í september 2016. Lægsta fargjald og taska innifalin hjá öllum aðilum. Verð með öllum sköttum og gjöldum. Hafa skal hugfast að verðbreytingar eru örar hjá flugfélögunum. Úttekt gerð kl. 10 þann 14. ágúst 2016 samtímis hjá öllum.