Nokkur tími er nú liðinn síðan Wow Air Skúla Mogensen gafst upp á takmarka handfarangur farþega við fimm kíló og hækkaði heimildina um helming. Allmargir koma þó af fjöllum enn í dag.

Wow Air lét undir höfuð leggjast að kynna farþegum ÖLL þeirra réttindi við miklar tafir í dag. Það er klárt brot á Evrópureglum.
Wow Air lét undir höfuð leggjast að kynna farþegum ÖLL þeirra réttindi við miklar tafir í dag. Það er klárt brot á Evrópureglum.

Margt má þakka Skúla Mogensen fyrir, jafnvel þó hann persónulega greiði Panama-skatta af himinháum launum einhvers staðar í útlöndum. Hann hefur jú tekið upp keflið eftir Iceland Express og gert gott betur og gert okkur kleift að þvælast um heiminn án þess að fá samþykki þreyttra bankastjóra eða veðsetja heimilið og börnin sem var raunin þegar Icelandair var einrátt um allt og allt.

En Skúli og hans flugfélag er lítið fyrir að auglýsa mistök sín. Þannig hefur farið fram hjá mörgum að Wow Air takmarkar ekki lengur handfarangur við FIMM KÍLÓ eins og lengi vel var raunin heldur fá nú viðskiptavinir að stíga um borð með TÍU KÍLÓ meðferðis án þess að greiða sérstaklega fyrir.

Gott mál í alla staði fyrir okkur og Fararheill heldur að Wow Air græði jafnvel líka. Fimm kíló er nefninlega fráleit þyngd. Velflestar betri fartölvur vega þyngra en fimm kíló og mörg okkar taka slíkt með í flug hingað og þangað. Þá á eftir að minnast á þetta nauðsynlega sem við flest viljum hafa nálægt okkur í veski eða tösku: lyf, veski og vegabréf plús ýmislegt annað það sem við viljum helst ekki missa sjónar af í ferðum.

Tíu kíló allt annað og betra líf. Nú má fartölvan fljóta með vandræðalaust og við eigum samt inni fjögur til fimm kíló af öðrum nauðsynjum upp á að hlaupa.

Gott múv hjá Skúla. Og nú verður Icelandair að leggja „fljúgðu vel með 10 kílóa handfarangur“ á hilluna.