Við hér syrgjum það ekkert að Icelandair þurfi að sjá á eftir millu eða tveimur vegna daprar þjónustu og allra síst eftir að bandarískt skítabatterí eignaðist risahlut í flugfélaginu. Það er akkurat það sem gerðist í dag þegar rella flugfélagsins frá París var jafn sein á ferð og jómfrú á leið á spennandi deit fékk slæman niðurgang.

Eins og glöggt má sjá á meðfylgjandi skjáskoti af vef Flightaware lenti rella Icelandair frá París þennan daginn töluvert á eftir áætlun. Nánar tiltekið þremur klukkustundum og 52 mínútum of seint 😉

Það, góðir lesendur, þýðir tæplega 50 þúsund krónur í hlut allra farþega sem sækja sinn rétt en núll krónur fyrir hina sem telja feitar tafir eðlilegan ferðamáta og gera ekkert í málinu.

Fimmtíu þúsund krónur er kannski ekkert til að hrópa húrra fyrir svona með tilliti til hvað steik og klósettpappír kostar í Krónunni en sú upphæð er heldur ekkert dreginn upp úr hatti án þess að blikka auga. Þetta alveg tveggja til þriggja daga laun fyrir flest okkur skítaplebbana á gólfinu.

Senda skeyti lóðbeint á Samgöngustofu ef þú varst um borð og heimta bætur. Nema Icelandair sé með megagóða afsökun eru fimmtíu þúsund krónur að detta í vasann per mann og ef nógu margir gera kröfur og vinna málið fer að fara um forráðamenn Icelandair. Þeirra hlutverk er jú að hámarka hagnað flugfélagsins svo bandarískur vogunarsjóður njóti góðs af og milljónir króna til farþega vegna þjónustuskorts setur strik í þann reikning…

Vefur Samgöngustofu hér.