Líklega verður það svo meðan verðlag á Íslandi er með því hæsta í veröldinni og millilandaflug er í boði að landinn heldur utan til verslunarferða. Þrátt fyrir stóraukna samkeppni heldur höfuðborg Skotlands, Glasgow, alltaf sínu þegar kemur að innkaupaferðum.

Stutt að fara og töluvert meira úrval verslana en við erum vön í Glasgow.
Stutt að fara og töluvert meira úrval verslana en við erum vön í Glasgow.

Það reyndar stórmerkilegt ef út í það er farið því eins og Fararheill hefur greint frá er verðlag almennt á vörum í Glasgow ekki mikið lægra en hér á Íslandi. Fyrr á þessu ári var meðal verðmunur innan við 10% eins og lesa má um hér.

Ekki svo að skilja að allt sé á bullandi uppleið í skosku borginni heldur hefur þetta með breska pundið að gera. Það hefur heldur verið að styrkjast meðan hin íslenskra króna veslast upp í samanburði. Þó má ekki láta meðaltal alveg blekkja sig. Fatnaður almennt er enn nokkuð ódýrari í Glasgow en hér heima en heilt yfir er munurinn ekki eins mikill og kannski margir halda.

Við höfum áður fjallað ítarlega um Gullnu Zetuna og helstu verslunargötur borgarinnar eins og lesa má um hér.  En við höfum ekki áður tekið saman sérstakan lista yfir helstu verslunarmiðstöðvarnar. Sem eru jú undir þaki flestar sem er ólíkt betra þegar valsa skal í búðum þegar vetur konungur ríkir utandyra. Svo má kynna sér nánar aðra forvitnilega hluti í Glasgow hér.

Þær eru í engri sérstakri röð: