Það er erfitt að vera manneskja og hafa tíma til að kynna sér alla hluti sem mann snerta í þaula. Til dæmis hvað varðar sólkrem og sólarvörn.

Fátt er hræðilegra en brenna illa á fyrsta degi og líða jafnvel kvalir næstu daga.
Fátt er hræðilegra en brenna illa á fyrsta degi og líða jafnvel kvalir næstu daga.

Við höfum áður bent ykkur á að ýmsar sólarvörur eru nánast verri en engar og í könnunum erlendis ýmsar þekktar tegundir sem ekki standast hitann frá alvöru greiningu hjá vísindamönnum. Veita falska vörn þegar út í sólina er komið.

En hvað með þetta praktíska allt saman? Hvað er satt og rétt þar miðað við nýjustu rannsóknir?

♥  Fróðir hafa staðfest að sólkrem og sólsprey eru nánast ónýt að einu ári liðnu. Á þeim tíma minnkar virkni varnarefna svo mikið að það er alveg eins gott að bera á sig vínberjasafa. Þessi hálfdós sem þú áttir eftir uppi í hillu og ætlaðir að spara til næsta sumars á því að fara þráðbeint í ruslið.

♥  Margir velta eflaust fyrir sér hversu mikið á að bera á líkamann hverju sinni. Dugar lófafylli eða þarf að maka heilli dós á sig? Alþjóða heilbrigðisstofnunin, WHO, mælir með 35 millilítrum í hvert sinn að lágmarki. Þar gæta fræðingar sig á að setja ekkert í samhengi svo skiljanlegt verði. Hægt er þó að segja að það magn er um sjö til átta teskeiðar í heildina. Leggðu það á minnið.

♥  Þarf að kaupa sér sólarvörn fyrir börnin eða er það bara sölutrix? Svarið við því er já. Sólarvörn fyrir börn er nánast sama efni og fyrir fullorðna ef frá er talið efni sem ertir unga húð minna en ella. Séu börnin viðkvæm fyrir er ráð að kaupa barnasólarvörn sérstaklega en ef engu slíku er fyrir að fara er venjuleg sólarvörn nægileg.

♥  Hvað þýða svo allar þessar tölur? Hvað merkir sólarvörn númer 15 eða sólarvörn númer 30? Á mannamáli merkir þetta að sólarvörn merkt SPF 15 ver líkamann fyrir 99 prósent harmlegra sólargeisla. Með öðrum orðum: 1/15 af skaðlegum geislum komast í gegn. Mikilvægt að muna að sólarvörn er bara vörn en ekki lok, lok og læs.

♥  Að síðustu er ráð að muna að sólarvörn með háan SPF stuðul  dugar ekkert lengur en vörur með lægri stuðli. Það er að segja að sólarvörn númer 45 dugar ekki lengur en sólarvörn númer 8. Hún verndar bara betur þann tíma sem hún dugar. Hversu lengi slíkar vörur duga er afar misjafnt og ómögulegt að segja enda dálítið einstaklingsbundið líka. Ekki er vitlaust að bera á sig að nýju á klukkustundar fresti til að vera viss.

Margir nota aloe vera eftir að sólbruni hefur átt sér stað til að kæla húðina en við höfum heyrt af fólki sem brúkar þann vökva sem sólarvörn þó rannsóknir sýni að það á ekki að hafa nein virk efni til varnar gegn skaðlegum geislum. Í upprunalegu formi er það hnausþykkur vökvi sem mýkir og græðir húðina án gerviefna og sumir segja það nægja til. Gallinn við aloe vera hins vegar að sá vökvinn þornar mun fljótar en hefðbundin sólarkrem svo bera þarf mun oftar á sig og hafa þykkt í. Gæta skal þess sé aloe vera keypt að það sé að minnsta kosti 90 prósent hreint. Við seljum þetta þó ekki dýrar en við keyptum. ×