Skip to main content

Líklega skipta 20 til 30 þúsund krónur á haus engu meginmáli til eða frá ef ætlunin er að heimsækja Kanada og njóta þess allra besta sem það mikla land hefur upp á að bjóða. En sé heil fjölskylda á ferð fara vel rúmar hundrað þúsund krónur að telja í veski flestra.

Fallegir staðir í Kanada skipta milljónum og margir finnast þeir í þjóðgörðum landsins.

Með fullri virðingu fyrir ágætum borgum Kanada þá leikur enginn vafi á að það allra fallegasta við það land, eins og á Íslandi, er guðsgræn náttúran. Ellegar snjóhvít náttúran sé fólk á þvælingi að vetrarlagi.

Þar langfremstir jafningja hinir 43 opinberu þjóðgarðar landsins sem víða finnast og eru sumir á stærð við Belgíu. Margir þeirra svo fallegir, eins og Banff, að myndir þaðan finnast innrammaðar á heimilum um víða veröld.

Ólíkt því sem gerist í þriðja heims löndum á borð við Ísland þar sem ekkert kostar á Þingvelli nema hundrað kall fyrir að kúka og pissa er það ekki raunin í Kanada. Það er fokdýrt í vinsælustu garðana og Banff þar ágætt dæmi. Þangað inn fer enginn fullorðinn einstaklingur án þess að greiða um sex þúsund krónur. Fjögurra manna fjölskylda fær reyndar afslátt en greiðir samt um 20 þúsund krónur alls. Það er upphæð sem tekur aðeins í veskið hjá flestum meðalmennum þessa heims og þar með töldum Íslendingum.

Kastalar úti í miðju vatni? Jú, þjóðgarðar Kanada eru jafn mismunandi og þeir eru margir 🙂 Mynd ParcsCanada

Sem er ástæða þess að hafi fólk gríðarlegan áhuga á útivist og magnaðri náttúru Kanada er hægt að spara drjúgar upphæðir með því að ferðast á yfirstandandi ári. Ástæðan sú að stjórnvöld í Kanada fagna því nú að 150 ár eru liðin síðan fyrsti þjóðgarður landsins opnaði formlega. Þess vegna er FRÍTT inn í alla þjóðgarða landsins allt þetta ár verði fólk sér úti um sérstakan þartilgerðan passa. Ekki aðeins er frítt inn í garðana heldur og inn á söfn ýmis sem rekin eru af ríkinu á ýmsum stöðum í landinu.

Og hvar verður maður sér úti um slíkan eðalpassa? Við segjum það aðeins ef þú lofar að fara 🙂

Passinn hér.

[vc_message style=“square“ message_box_color=“blue“]Hvaða flugfélög koma okkur þráðbeint til Kanada? Icelandair, Wow Air og Air Canada þegar þetta er skrifað..[/vc_message]