Það er sjaldan hættulaust að ferðast vestur um haf til Bandaríkjanna enda annar hver maður með vopn í belti eða tösku. En óvíða er hættan meiri en á nýjum áfangastað Icelandair og Wow Air: Chicago.

Miðborg Chicago er ekki síður hættulegur staður en úthverfi borgarinnar.
Miðborg Chicago er ekki síður hættulegur staður en úthverfi borgarinnar.

Sprenging hefur orðið í glæpum í þeirri borg síðasta eina og hálfa árið eftir að tekist hafði um áraraðir að fækka glæpum almennt og sérstaklega er aukningin var mikil allt árið 2016 og ekki hefur linnt látum á yfirstandandi ári.

Einhver kann að hrista höfuðið yfir slíkum tölum og benda á að glæpir erlendis beinist sjaldnast að ferðafólki. Það er rétt en engu að síður hafa minnst þrír ferðamenn orðið fórnarlömb misyndismanna á þessu ári í borginni.

Sá hluti Chicago þar sem ferðafólk heldur sig að mestu er auðvitað miðborgin og 80 prósent hótela og gististaða borgarinnar í radíus á því svæði eða kringum. Og ef við chiskoðum snöggvast glæpatölfræði fyrir miðborgarsvæðið eingöngu janúar og febrúar 2016 lofar meðfylgjandi tafla frá lögregluembætti Chicago ekki ýkja góðu.

Hér er aðeins um miðborgarsvæðið að ræða og tilkynnt afbrot þar fyrstu tvo mánuði ársins alls 6.233 talsins. Það þýðir að framdir eru yfir 70 glæpir hvern einasta sólarhring ársins á þessu ári.

Því full ástæða til að hafa varann á sér á flakki um Chicago þessi dægrin. Allir vita að ferðafólk er með seðla í vasa umfram heimafólkið. Ekki þvælast mikið um eftir myrkur og taka leigubíla ef þörf er á að hoppa á milli staða.