Undanfarin tíu ár hefur ferðafólki til Svartfjallalands fjölgað um rétt tæplega 50 prósent og fyrir því nokkrar góðar ástæður. Þar helstar að strandbæir margir þar eru stórkostlegir og verðlag enn nokkuð hlægilegt miðað við vinsælli áfangastaði.

Smábærinn Bigova er einn fjölmargra strandbæja þar sem tíminn líður hægt og það er æði eftirsóknarvert fyrir marga. Mynd Paul Joyce
Smábærinn Bigova er einn fjölmargra strandbæja þar sem tíminn líður hægt og það er æði eftirsóknarvert fyrir marga. Mynd Paul Joyce

Hvað meinum við með stórkostlegum strandbæjum? Einfaldlega að þeir flestir halda enn sérkennum sínum og sjarma þrátt fyrir aukinn straum ferðafólks. Strandbæir þar sem fiskimenn gera enn að afla sínum við kajann og næsta strönd ekki troðin af sóldýrkendum og sölumönnum. Svona strandbæir eins og fundust á Spáni og Ítalíu og Portúgal fyrir margt löngu og margir sakna.

Ferðamiðillinn Secret Escapes er þessa stundina að bjóða ferðir til eins slíks staðar fyrir slikk frá Gatwick í London. Þar um að ræða vikutúr með gistingu í tveggja herbergja íbúð með útsýni yfir höfnina í bænum Bigova. Verð á mann 59 þúsund krónur fram og aftur í lok apríl en tíu þúsund krónum dýrara í maí og júní.

Bætum við þetta 25 þúsund krónum á mann frá Íslandi og heim aftur og alls kostar slíkur túr því 168 þúsund krónur plús klink til eða frá. Það er lágt verð og sennilega stækkar brosið meira þegar fólk fer að skoða verslanir hér í kring. Verðlag nefninlega almennt séð 44 prósentum lægra en í Reykjavík og 15 prósentum lægra en í Alicante.

Tilboðið hér í heild sinni.