Skipafélagið Norwegian Cruise Line, sem reyndar er skráð á Bermúda til að forðast háa skatta, er að bjóða áhugasömum upp á afsláttarkjör þessi dægrin. Það er að segja ef vetrarsigling 2017/2018 þykir spennandi kostur.

Sjaldan neikvætt að fá afslátt af ljúfum túr um heimshöfin.

Fararheill hefur áður bent siglingaunnendum að nánast undantekningarlaust sé gáfulegt að kaupa siglingu hjá skipafélaginu sjálfu og henda milliliðum fyrir róða. Víst fylgir visst öryggi því að kaupa gegnum ferðaskrifstofu eða umboðsaðila en þú borgar líka heiftarlega fyrir.

Fyrir þau ykkar sem ekki slæmið hendi mót indælli siglingu þennan veturinn gæti verið fróðlegt að skoða hvað Norwegian Cruise Lines býður upp á og þá helst bóka fyrir 31. ágúst. Þannig fæst aukalega allt að því 25 þúsund króna afsláttur af herbergi frá hefðbundnu verði í allt-innifalið siglingum.

Allt hjálpar 🙂