Erfiðasta hjólreiðakeppni heims hefur hún verið kölluð keppnin sem gengur undir nafninu Afríkutúrinn eða Tour d´Afrique á frummálinu. Ekki er þó um eiginlega keppni að ræða þar sem viðburðurinn er haldinn til að vekja athygli á náttúruvernd en ekki síður til að kynna reiðhjól fyrir fátækum íbúum Afríku.

Lagt er af stað frá Kaíró í Egyptalandi og hjólað alla leið til Cape Town í S. Afríku en leiðin er litlir 12 þúsund kílómetrar sem er nálægt því að vera fimmtán hringir kringum Ísland.

Þátttakendur þurfa því að vera í allbærilegu formi til að vera með auk þess að eiga töluvert af seðlum því þátttaka og kostnaður alla leiðina er dýr. Tekur hún um 120 daga í heild og vart þarf að greina frá að margir hellast úr lestinni áður en leiðarenda er náð.

Heimasíða keppninnar hér.