Spánn

Spánn í tölum

Mannfjöldi: 45.7 milljónir (2009).

Tungumál: Kastilísk spænska er þjóðartungumálið og töluð alls staðar. Þrjú önnur tungumál sem finnast í héruðunum eru baskneska, katalónska og galisíska.

Héruð: Eru 19 talsins. Andalúsía, Aragon, Astúrías, Baleariceyjar, Baskaland, Kanaríeyjar, Cantabría, Castilla-La Mancha, Castilla og Leon, Katalónía, Extremadura, Galisía, Madrid, Múrcía, Navarra, La Rioja og Sameinuð Valencia.

Konungur er Juan Carlos Alfonso Víctor María de Borbón y Borbón-Dos Sicilias betur þekktur sem Juan Carlos.

Forsætisráðherra er José Luis Rodríguez Zapatero.

Skondnar staðreyndir

33.2 prósent allra Spánverja bera eftirnafnið Garcia.

Leðurblökur eru ótrúlega algengar á Spáni og eru tákn borgarinnar Valencíu.

Lítill platti á torginu Puerta del Sol í Madrid táknar nákvæma miðju alls landsins.

Beiðni um ábót á veitingastöðum á Spáni þykir heiður enda þykir þér þá maturinn góður.

Hjónabönd samkynhneigðra hafa verið leyfð á Spáni síðan 2005.

Stjórn

Spánn er þingræðislegt konungsríki. Arftaki Juan Carlos konungs er Felipe sonur hans. Þingið, Cortes, skiptist í efri deild og neðri deild. Raunverulegt vald er í neðri deildinni þar sem 350 þingmenn sitja. Í efri deild eiga sæti 208 kjörnir fulltrúar auk 51 valins fulltrúa frá hverju svæði í landinui. Þingið er kosið til fjögurra ára. Ríki Baska og Katalónía reyna reglulega að fá aukinn sjálfsstjórnarrétt en með takmörkuðum árangri hingað til.

Snöggsoðin sagan

Landflæmi það sem þekkt er sem Spánn í dag hefur gegnum tíðina verið dvalarstaður ýmissa hópa. Íberar og Baskar bjuggu hér til forna. Öllu síðar komu Keltar og Fönixar og enn síðar Grikkir og Karþagóar. Rómverjar sem náðu öllum Íberíu skaganum á sitt vald á 2. og 1. öld fyrir Krist voru fyrstir til að sjá Spán fyrir sér sem eina heild.

Spánn var um tíma síðar á valdi ýmissa þjóðbálka frá Germaníu. Fyrst og fremst var þar um Visigota að ræða en þeir létu undan innrásarher Araba (Máranna) árið 711. Kristni lifði þó áfram góðu lífi í norðanverðu landinu sem samanstóð af nokkrum konungsdæmum. Sameinað lið þeirra náði að hrekja Máranna suður á bóginn lengi vel og sigraði síðasta vígi þeirra í Granada árið 1492. Sameinaður sigurviss Spánn sendi Kristófer Kólómbus til sjós það sama ár og hundrað árum síðar var Spánn mesta stórveldi Evrópu sökum straums auðæfa sem streymdi frá Nýja Heiminum.

Spænska hirðin hirti í kjölfarið lítið um samfélag sitt og notaði ríkidæmið til allra annarra hluta en bæta kjör þjóðar sinnar og eftir mikla gullöld á sextándu öld fór mjög að halla undir fæti. Stríð við einn anga af frönsku hirðinni, Búrbona, tapaðist og með því öll áhrif og eigur þeirrar spænsku. Í kjölfarið slógu Spánverjar saman við Frakka í stríði gegn Bretum en í einu vetfangi 1789 snérust Frakkar undir stjórn Napóleóns Bónaparte gegn vinum sínum Spánverjum og lagði undir sig Spán með tímanum.

Fimmtán árum síðar náði Spánverjar samkomulagi við Breta og með þeirra hjálp sendu Frakka öfuga heim aftur. Útlagastjórn í Cadiz hafði þá ári áður lýst yfir stofnun stjórnarskrár en deilur um hvernig stjórna skyldi landinu urðu á endanum til þess að borgarastyrjöld braust út. Raunverulegt lýðveldi var loks stofnað 1931.

Ekki höfðu fagnaðarlætin vegna þess dáið út þegar deilur spruttu upp að nýju milli hægri- og vinstrimanna um trúmál, landsvæði og samfélagslegar umbætur og þær endaðu í nýrri borgarastyrjöld sem stóð í þrjú ár og kostaði hálfa milljón manna lífið. Sigurvegari stóð uppi hershöfðinginn Francisco Franco, fasískur einræðisherra sem henti umbótum fyrir veður og vind, tróð blóðugt niður allar tilraunir Katalóna og Baska til að ráða sínum málum sjálfir og hóf kaþólsku kirkjuna á ný til vegs og virðingar. Franco réð ríki til dauðadags árið 1975 en 1969 skipaði hann Juan Carlos af ætt Búrbona, sem arftaka sinn á valdastóli. Með Franco frá ákvað Carlos hins vegar að leggja sín lóð á vogarskálar lýðræðis og 1978 var ný stjórnarskrá lýðveldisins Spánar samþykkt af lýðræðislegu þingi. Völd kirkju og hers voru takmörkuð og ákveðnum svæðum veitt takmörkuð heimild til sjálfsstjórnar.

Spánn á vefnum

Hagstofa Spánar

Ferðamálaráð Spánar

Fjölmiðlar

El País

ABC

Marca

OndaCero

El Mundo