Pólland í tölum

Mannfjöldi: 38.1 milljón (2008).

Tungumál: Pólska er þjóðartungan. Þýska, Franska, Rússneska og Enska útbreiddar.

Héruð: 14 talsins alls. Lægri- Sílesía, Kuyavian-Pomería, Lublin, Lubusz, Lodz, Minna-Pólland, Masóvían, Opole, Neðri-Karpatía, Podlaskie, Pomeranía, Sílesían, Swíetókrzyskie, Warmían-Masurían, Stærra-Pólland, Vestur-Pómería.

Forseti er Lech Kaczynski.

Forsætisráðherra er Donald Tusk.

Skondnar staðreyndir

Það er gömul hefð á undanhaldi að mæta með blóm fari Pólverjar í heimsókn hvor til annars.

90% alls lands í Póllandi er í einkaeigu.

Przystanek Woodstock er árleg útihátíð í Póllandi byggð á Woodstock og er sú stærsta í Evrópu.

Pólverjar borða banana á vitlausum enda.

Engin tómatsósa er notuð í pizzur í landinu.

Stjórnkerfi

Tvískipt. Efri og neðri deild. Hundrað þingmenn í þeirri efri og 460 í þeirri neðri.

Snöggsoðin sagan

Fyrstu skráðu sagnirnar um Pólland eru frá tíundu öld þegar ættarveldi að nafninu Píasts réði þar ríkinu. Grasið grænkaði heil ósköp fyrir landið á tólftu og þrettándu öld eftir að konungurinn Henry skeggjaði hvatti alla germanska kaupmenn og handverksmenn til að setjast að í Póllandi með góðum árangri. Sameinað ríkið varð fyrir áhlaupum á þessum tímum. Annars vegar frá Mongólum og hins vegar herskáum munkum Teutona. En Pólland var aftur orðið sterkt sameinað ríki á fjórtándu öld.

Sama var uppi á teningnum á sautjándu öld þegar Rússar með stuðningi Kósakka réðust inn í Pólland og Svíar skárust einnig í hóp innrásaraðila ári síðar 1655. Pólverjum tókst að hrinda árásunum en það kostaði sitt. Milljónir manna létu lífið og efnahagur landsins var dapur í meira lagi.

Á átjándu öld var Pólland orðið leiksoppur í hernaðarátökum öflugri þjóða. Rússar sáu hag í því að Pólland yrði áfram veikt og sundrað og gerðu sitt besta til að það gengi eftir. Hirtu þeir Hvíta Rússland af Póllandi og í kjölfarið gengu Prússar og Austurríkismenn á lagið og hirtu sinn landshlutann hvort. Austurríkismenn tóku Galiciu og Prússar allan norðuhluta landsins. Þessar sviptingar hræddu Pólverja til afreka og þeir endurskipulögðu heri sína, menntun og iðnað. 1791 leit ný og fersk stjórnarskrá dagsins ljós en sú lifði aðeins nokkur ár áður en Prússar, Austurríkismenn og Rússar tóku sig til og skiptu því sem eftir var af Póllandi á milli sín. Pólland hætti að vera til sem ríki 1795 og mikið umrót næstu áratugi urðu til þess að milljónir Pólverja flýðu land.

Pólland fékk ekki sjálfstæði á ný fyrr en eftir Fyrri heimstyrjöldina og geta þakkað Woodrow Wilson, forseta Bandaríkjanna, það en honum fannst góð hugmynd að koma Póllandi á kortið á ný. Engu að síður lentu Pólverjar strax í átökum við Tékkland og Rússland skömmu síðar. Í aðdraganda Seinni heimsstyrjaldarinnar lögðu Rússar og Þjóðverjar drög að skiptingu Póllands milli þjóðanna.

Varð það raunin 1939 og áttu Pólverjar aldrei möguleika. Eftir stríðið fékk Pólland aftur sjálfstæði og landsvæði sitt en var í raun stjórnað frá Moskvu. Margar tilraunir voru gerðar næstu árin til að brjóta kommúnistaleppstjórnina á bak aftur en árangurslaust. Stjórnvöld á þessum tíma gerðu mýmörg herfileg mistök sem bitnaði á venjulegum íbúum í síhækkandi matarverði og upp úr sauð allnokkrum sinnum. Tókst stjórnvöldum með harkalegum aðgerðum að brjóta allt slíkt á bak aftur þangað til einn góðan veðurdag í 1980 þegar hafnarverkamenn í Gdansk fóru í verkfall til að mótmæla háu matarverðinu. Leiðtogi þeirra var Lech Walesa sem síðar fékk Friðarverðlaun Nóbels fyrir að leiða uppreisnarmenn til sigurs því tveimur mánuðum síðar gafst kommúnistastjórnin upp frjálsar kosningar loks haldnar 1988.

Efnahagserfiðleikar hafa síðan leikið Pólverja grátt en nú fyrst á allra síðustu árum hefur efnahagur Póllands tekið kipp upp á við og er framtíð þess björt.

Áhugaverðar vefsíður

Hagstofan

Ferðamálaráð

Fjölmiðlar

Tygodnic Powszechny

Wprost

Glos Wielkopolski

Kurier Lubelski

Telewisja Polska