Hvernig stendur á því að engir nema Íslendingar nota ennþá nafnið Peking yfir höfuðborg Kína en ekki Beijing eins og aðrar þjóðir?

Peking er svo gærdags. Er ekki ráð að fara að kalla Beijing Beijing?

Sennilega kemur velflestum á óvart að hvorug nöfnin eru sérstaklega lík raunverulegu nafni borgarinnar eins og það er skrifað með kínverskum bókstöfum.

Bæði nöfnin er tæknilega séð rétt en munurinn felst í mismunandi þýðingum hins mandarínska máls yfir í latneskt stafróf. Lengi vel, og í raun fram til þess þegar Alþýðulýðveldið Kína var stofnað árið 1949, notuðu velflestar aðrar þjóðir nafnið Peking sem var niðurstaða þýðingar fyrstu erlendu einstaklinganna sem dvöldu í Kína og lærðu tungumálið.

Meðan Peking hélt velli í 400 ár breyttu kínversk stjórnvöld um kerfi og bjuggu til nýtt, svokallað pinyin,  til að tákna mandarínsk orð á latnesku. Með tilkomu nýja kerfisins breyttist þýðing borgarnafnsins úr Peking í Beijing.

Óljóst er hvers vegna Íslendingar notast við eldra nafnið Peking sem hefur að mestu horfið úr máli flestra vesturlandaþjóða annarra. Á Vísindavefnum segir að á íslensku sé opinberlega talað um höfuðborg Kína sem Peking, ekki ósvipað því að við tölum um höfuðborg Danmerkur sem Kaupmannahöfn. Ekki er þó ljósi varpað á hvers vegna við, ein þjóða, höngum á gamla nafninu. En mikil ósköp hvað Peking er meira heillandi nafn en Beijing 🙂

Leave a Reply