Fæstir leiða hugann að ferð til Tælands í júnímánuði enda algengara að halda þangað meðan vetur konungur ræður ríkjum á norðanverðum hnettinum. Þangað er samt hægt að fara í fína tólf nátta júníferð niður í 280 þúsund á mann miðað við tvo.

Ævintýri og afslöppun í Tælandi getur ekki annað en hljómað vel
Ævintýri og afslöppun í Tælandi getur ekki annað en hljómað vel

Það hleypur nálægt þeim kostnaði sem það kostar okkur að taka tvær góðar vikur á Spáni. Munurinn sá að þangað höfum við flest komið hundrað sinnum eða svo en færri hafa eytt tíma í Tælandi.

Því óvitlaust ef skjótast á örlítið út úr boxinu að kíkja á tilboðið sem er nokkur ævintýraferð til Phuket og dvalið á þremur mismunandi stöðum. Byrjað á að sóla sig í tætlur í Phuket áður en haldið er inn í frumskóg og þar dvalið í lúxustjöldum svona rétt á meðan fílabúgarður er heimsóttur og annað líf í frumskóginum skoðað auk siglinga á kanó. Síðustu dagana er aftur haldið á ströndina við Khao Lak til slökunar eða veisluhalda eftir því hvað hverjum hentar.

Aðeins meira spennandi en enn ein ferðin til Mallorca eða Alicante ef þú spyrð okkur. Verðmiðinn frá Englandi er 480 þúsund á parið plús þá flug héðan og heim sem fæst milli 30 og 40 þúsund á mann. Heildarverðið því að hámarki 560 þúsund. Ágætlega sloppið. Meira hér.