Skip to main content

Skúli Mogensen, milljarðamæringur með meiru, virðist alls ekki breyta þeirri skoðun sinni að viðskiptavinir Wow Air séu fífl og fávitar. Í það minnsta er það þannig sem forstjórinn kemur fram við fólkið.

Smekklegt að senda fólk inn í vél tveimur klukkustundum fyrir brottför. Skjáskot

Það á ekki að koma á óvart. Mogensen varð vellauðugur á fimm mínútum með því að selja Microsoft hugbúnað sem þótti móðins á sínum tíma en var aldrei notaður. Þar allavega einn einstaklingur sem notið hefur góðs af stofnun Bill Gates.

Allt eðlilegt við að senda liðið um borð rétt tæpum TVEIMUR TÍMUM fyrir brottför. Skjáskot

Nú er það svo að flug er í grunninn ekkert annað en strætó í háloftunum. Aðeins flóknara að fara á loft og lenda en að nema staðar á Laugarnesvegi en heilt yfir er þetta sama prógramm: koma fólki frá A til Ö. Við hér setið í flugstjórnarklefa bæði við brottför frá Keflavík og lendingu erlendis og ekki fór milli mála á tali flugmanna að fyrir utan undirbúning fyrir brottför og lendingu er flug tóm leiðindi. Fer enda mestallt á sjálfsstýringu um leið og vél hefur náð hæð eftir flugtak og er á sjálfsstýringu þangað til 20 mínútur eru í lendingu.

Þetta er sem sagt dálítið eins og að vinna á Fréttablaðinu. Þú mætir og færð fréttatilkynningar sem þú átt að gera skil með „jákvæðum“ hætti en þarft svo að henda út 12 smáfréttum í hvelli áður en þú hættir störfum. Þess á milli er þér bara að leiðast.

Leiðast er dálítið gott orð fyrir þá farþega Wow Air sem fengu tilkynningu um að drífa sig um borð strax klukkan 15.05 frá Chicago-flugvelli nýlega. Þeir einstaklingar sem drifu sig um borð þurftu að sitja í níðþröngum sætum tveimur klukkustundum lengur en vanalega.

Eins og sést á meðfylgjandi skjáskoti fór Wow Air fram á að fólk drifi sig um borð tæpum tveimur klukkustundum fyrir áætlaða brottför!!!  Sem merkir að það fólk sem drífur sig um borð er í raun ÁTTA KLUKKUSTUNDIR í níðþröngum sætum í stað þeirra sex tíma sem flugið raunverulega tekur.

Allt er þetta kannski ók ef herra Mogensen væri að reka ofurþotufyrirtæki. En almenn sæti hjá Wow Air eru þrengri en bilið milli eyrna á Sjálfstæðismönnum og fyrir utan hvað það er leiðinlegt að sitja lengi í flugvél þá getur það líka verið lífshættulegt. Hjá eldra fólki geta myndast blóðtappar á innan við klukkustund ef setið er þröngt lengi.

En Mogensen virðist sama. Ekki aðeins býður kappinn einhver þrengstu sæti sem sögur fara af heldur og vill nú fá fólkið í sætin mörgum klukkustundum fyrir brottför.

Allt voða eðlilegt hjá milljarðamæringnum…