Enginn á ritstjórn Fararheill hefur lent í þessari klemmu en mikil ósköp hlýtur að vera hræðilegt að kaupa flug fyrir par eða fjölskyldu og lenda svo í þeirri raun að ástvinir sitja víðs fjarri hver öðrum um borð.

Alls óhætt að kalla slík vinnubrögð stínker léleg og það er Icelandair sem er sekt um slík vinnubrögð. Í það minnsta ef marka má glænýja tístfærslu á Twitter. Þá færslu má sjá hér til hliðar.

Nú er enginn í ritstjórn Fararheill með gráður í bókunarkerfi Icelandair og það, eins og vegir Drottins virðast órannsakanlegir. En hvernig það má vera að fólk sem bókar sig sérstaklega saman í flugi, fjölskyldur eða ástfangið par, fær sæti víðs fjarri hvort öðru um borð þegar komið er að ferðastund.

Heilbrigð skynsemi segir að það hljóti að vera mannleg mistök. Fólk sem bókar og borgar fyrir flug við hlið hvors annars á að sjálfsögðu að fá sæti við hlið hvors annars. Ekki síst ef um fjölskyldu er að ræða og það jafnvel með börn.

Hvers lags „mistök“ eiga sér stað þegar og ef móðir og barn sitja víðs fjarri hvort öðru um borð í vél Icelandair???

Kannski kominn tími til að Icelandair fjárfesti í töluvert betra bókunarkerfi en þeir hafa núna ef þetta er raunveruleg hætta. Því hver hefur áhuga að panta sæti í flugi og fá eitthvað allt annað sæti þegar á hólm er komið?

Allavega ágætt að sleppa þessu „bandaríska“ slefi: „Thank you for your feedback, bla, bla, bla. Þetta er ekki „feedback“ heldur alvarleg kvörtun 😉