Varla hefur farið fram hjá lesendum að ritstjórn er æði hrifin af skosku hálöndunum.

Nótt í gamalli lest á hálendi Skotlands og það fyrir heilar þrjú þúsund krónur. Mynd Sutherlandhostel
Nótt í gamalli lest á hálendi Skotlands og það fyrir heilar þrjú þúsund krónur. Mynd Sutherlandhostel

Ekki aðeins er landslagið stórfenglegt, virki og kastalar víða eins og þráðbeint úr ævintýrum Grimms-bræðra, sagnahefð rík og ekki síðri móttökur heimafólks hér og á ylhýra heimalandinu. Þá er hér annar hver maður að framleiða fyrsta flokks viskí sem aldrei er leiðinlegt að prófa. Svo allt þetta óvænta líka.

Dæmi um þetta óvænta er nýjasta gistihúsið í hálöndunum. Gistihús sem er alls ekki gistihús heldur gistilest.

Sleeperzzz heitir fyrirtækið sem tekið hefur gamla og úr sér gengna lest og breytt í fyrirtaks gistiheimili og það bókstaflega lengst upp á fjöllum eða því sem næst. Lestin er glæsilega innréttuð með fínustu herbergjum hvort sem er fyrir hóp eða einstaklinga og matsalurinn eins og hann var upp á sitt besta þegar lestin atarna þvældist um víðáttur Skotlands.

Lestin er staðsett við hlið lestarstöðvarinnar í agnarlitlum bæ, Rogart, langt norður í landinu en þó staðurinn sé vel utan stórborga landsins eru hér gamlir frægir kastalar og gamalt frægt brugghús líka. Hvað þarf fólk annað í Skotlandi…

Sleeperzzz hér.


Sjá ROGART í Skotlandi á stærra korti