Kannski eru ekki margir þarna úti sem treysta sér til að hjóla um New York borg. Hún risastór og getur verið flókin um að rata fyrir byrjendur. En vandfundin er sniðugri leið til að skoða borgina í krók og kima á ódýran hátt. Svo lengi sem enginn er í pilsi.

Sniðug leið til að skoða Stóra Eplið. Mynd NYC
Sniðug leið til að skoða Stóra Eplið. Mynd NYC

Margar reiðhjólaleigur finnast í New York og algengt verð á fínu hjóli er þetta 1200 til 1800 krónur fyrir tvo til þrjá tíma. Sem yfirleitt nægir flestum til að þvælast um Manhattan og kannski örlítið út fyrir þann ramma.

New York borg leigir líka út hjól. CitibikeNY finnast víða við jarðlestarstöðvar borgarinnar en þar er hægt að grípa næsta hjól og skila á næstu stöð án þess að hafa mikið fyrir. Reyndar þarf að kaupa sérstök kort fyrirfram sem gilda annaðhvort í sólarhring eða heila viku en með slíkt við hendina er hægt að hoppa á næsta hjól hvar sem er og hvenær sem er. Þau hjól þó eðli málsins samkvæmt í lakari kantinum þó vel dugi þau til. Kostnaðurinn er aðeins 1200 krónur fyrir sólarhringinn en leggja þarf fram 14.000 króna tryggingu líka sem fæst endurgreidd þegar leigutíma lýkur.

Kvenfólk skal þó hafa í huga að hér er bann við því að vera í pilsum á hjólum. Já, það hljómar fáránlega en er staðreynd. Hjólandi stúlkur í kjólum eða pilsum höfðu svo neikvæð áhrif á aksturslag bílstjóra að borgin lagði bann við. Síðbuxur nauðsynlegar við hjólreiðar í þessari ágætu borg.