Frá og með deginum í dag geta Íslendingar flogið þráðbeint til St.Pétursborgar í Rússlandi en þangað flaug Icelandair sitt fyrsta áætlunarflug í nótt. Borgin spennandi og falleg þó Rússarnir komist seint á verðlaunapall fyrir kurteisi og góðar móttökur.

Lausleg úttekt Fararheill leiðir í ljós að verð á flugi fram og aftur til rússnesku borgarinnar í sumar og fram á haust fæst ódýrast kringum 70 þúsund krónur en ódýrasta staka fargjald sem við fundum er á 26.620 krónur aðra leiðina.

Það kann að koma undarlega fyrir sjónir en vélar Icelandair fara í loftið frá Keflavík til Pétursborgar laust eftir miðnætti að staðartíma en sökum tímamismunar þá er lending í Rússlandi eldsnemma um morguninn. Það kann að heilla suma en aðra minna.