Hvað er Fararheill að rugla núna? Allir vita að það eru engin skíðasvæði í Danmörku einfaldlega vegna þess að þar eru engar brekkur af því að þar eru engin fjöll….

Svona á hún að líta út stærsta skíðahöll veraldar sem rísa á í borginni Randers á Jótlandi.
Svona á hún að líta út stærsta skíðahöll veraldar sem rísa á í borginni Randers á Jótlandi.

Mikið rétt er það að sá væri talinn verulega illa gefinn sem léti sér detta í hug að opna skíðasvæði í fjalllausu landi. En það er engu að síður staðreynd og það sennilega á flatasta stað í Danmörku allri.

Stórtækir menn hafa látið hanna stærsta skíðasvæði heims undir einu þaki og hyggjast hefja byggingu þess innan tíðar. Er það danska ferðaþjónustufyrirtækið Danski sem stendur að verkefninu en skíðasvæðið á að byggja í borginni Randers á Jótlandi.

Skíðahöllin verður ekkert smáræði heldur 70 þúsund fermetrar að stærð. Sjálf byggingin á að líkjast snjókorni og þar eiga skíðaaðdáendur að geta valið um að skíða einar átta mismunandi brekkur þegar til kemur. Raunverulegur snjór verður notaður í brekkurnar sem auðvitað eru mismunandi erfiðar. Kulsæknir geta skíðað innandyra en ljúfar brekkur fyrir alla aldurshópa líka utan á byggingunni eins og sjá má.

Verkið er sagt töluvert á eftir áætlun en hvenær bygging hefst eða lýkur er óvíst. Allt um Randers hér.

Leave a Reply