Hvort sem fólk er með fulla vasa fjár eða takmörkuð fjárráð er alltaf óskynsamlegt að greiða meira en þarf fyrir sams konar þjónustu eins og leigu á bíl á erlendri grundu.

Lægsta verð á sams konar bílaleigubíl á Kanarí er æði misjafnt eins og sjá má á þessu korti. Skjáskot
Lægsta verð á sams konar bílaleigubíl á Kanarí er æði misjafnt eins og sjá má á þessu korti. Skjáskot

Lengi vel hefur það verið trú þorra ferðafólks að bestu kjör á bílaleigubílum fáist undantekningarlaust á flugvöllum. Ástæðan einfaldlega sú að eitt sinn var það raunverulega raunin. Þar bæði langmesta samkeppnin og flestir bílar fyrir utan þægindin af því að taka bíl strax við komu.

En á þessa trú hafa bílaleigur margar nú spilað. Við höfum áður greint frá að himinn og haf getur verið milli þess hvað greitt er fyrir bílaleigubíl á flugvöllum vestanahafs og annars staðar.

Það sama gildir líka víða í Evrópu en fjarri því alls staðar eins og meðfylgjandi kort ber með sér. Þar má sjá lægsta dagsgjald á ódýrustu týpu af bílaleigubíl á háannatíma á Kanarí. Þar fæst sólarhringur á sama bíl frá 3.300 krónum og alveg upp yfir 8.000 krónur. Í þessu tilfelli fæst ekki lægsta verð á flugvellinum en á Kanarí er það þó oft raunin líka.

Með öðrum orðum þá getur margborgað sig að skoða möguleikana áður en skrifað er undir á næstu bílaleigu. Ef munur á daggjaldi slefar í fimm þúsund krónur fyrir sams konar bifreið er sparnaðurinn augljós ef bifreið er leigð til lengri tíma.

Á bílaleiguvef Fararheill (hér neðar) má sjá verðmun milli staða á augabragði líkt og á kortinu hér að ofan. Mælum eindregið með að taka sér tíma til að velta þessu fyrir sér. Það gæti sparað tugþúsundir króna erlendis.