Neyðin kennir naktri konu að spinna á Íslandi og þrengingar í Feneyjum kenndu ráðagóðum frumherjum að bjóða loks það sem hefur lengi legið í augum uppi; kajakferðir um borgina.

Já takk. Svona á að dúlla sér um Feneyjar. Mynd R_roths
Já takk. Svona á að dúlla sér um Feneyjar. Mynd R_roths

Hugmyndin ekki glæný af nálinni en hlaut ekki náð fyrir augum ferðafólks meðan allt lék meira og minna efnahagslega í lyndi í löndum heims.

En með tómari pyngjum ferðamanna í viðbót við ævintýralega græðgi gondólaræðara í Feneyjum sem taka í dag vart minna en tíu þúsund krónur fyrir stutta siglingu um síki borgarinnar hefur kajakbjóðurum vaxið fiskur um hrygg.

En auðvitað segir það sig sjálft að þeir sem á annað borð þora að sigla um á kajak er það margfalt betri farkostur til að sjá Feneyjar en gondólar. Þeir verða að halda sig í breiðari skurðum borgarinnar meðan kajakræðari kemst því sem næst út um allt.

Og það er þannig sem fólk kemst í tæri við hina raunverulegu Feneyjar en er ekki bara hent á milli túristastaða á okurverði. Plús að kajakróður tvö saman getur bara verið miklu rómantískara en í hefðbundnum gondólum.

Ein kajakleigan hér sem fær fína dóma hafi fólk hug að prófa en þær eru fleiri og um að gera að gera verðsamanburð ef efni eru takmörkuð.