Á sama tíma og hér var kristni troðið með valdi ofan í lýðinn árið 1000 voru herrar hinu megin á hnettinum uppteknir við aðra iðju. Að byggja hin reisulegustu hof og musteri og sum þeirra skreytt á vægast sagt svæsinn hátt.

Áhrifarík eru musterin í Khajuraho en mörgum bregðum í brún þegar nær er komið. Mynd Saad Akthar
Áhrifarík eru musterin í Khajuraho en mörgum bregðum í brún þegar nær er komið. Mynd Saad Akthar

Hér er verið að vísa til hinna stórmerkilegu mustera hindúa sem saman kallast Khajuraho sem finnast á nokkuð afviknum stað í Madhya Pradesh fylki á Indlandi.

Þau stórkostleg í alla staði þó ekki jafnist dýrðin á við musteri á borð við Angkor Wat í Kambódíu sem byggð voru um 200 árum síðar. Báðir staðir þó á heimsminjaskrá og eðlilega.

En þó kostuleg séu musterin indversku er það þó fyrst sem nær dregur sem erlendir ferðamenn grípa gjarnan andann á lofti. Hver einasti sentimetri á veggjum sumra þeirra er skreyttur og það sennilega svæsnustu myndum sem framast er unnt að höggva í stein. Ástæðan sú að hér voru menn mjög undir áhrifum tantra hvers kenningar ganga mikið út á nánd og samneyti.

Sem endranær segja myndir þetta þúsund orð eða svo þannig að við leyfum myndunum að tala sínu máli.

Mynd Michael Baun
Mynd Michael Baun
Mynd Daniel Perries
Mynd Daniel Perries
Mynd Jean-Pierra Dalbera
Mynd Jean-Pierra Dalbera