Þessir aðilar finnast alla jafna ekki á hefðbundnum hótelleitarvélum en vilji fólk virkilega spara skildinginn þegar kemur að gistingu í erlendu landi er ekki svo fráleitt að kynna sér vefi easyHotels og Tune.

Líklegra er auðveldara að svífa inn í nóttina þegar hótelgistingin kostar ekki morðfé
Líklegra er auðveldara að svífa inn í nóttina þegar hótelgistingin kostar ekki morð fjár

Þetta eru hótelkeðjur sem hafa þá sérstöðu að í boði eru aðeins herbergi sem rétt slefa í níu fermetra.

Í þeim er aðeins eitt einasta rúm og agnarlítill sturtuklefi en allt annað sem fólk býst við að sé innifalið í verði á hefðbundum hótelum er aukakostnaður hjá þessum tveimur aðilum. Þannig fylgja engin handklæði, sjampó né sápa, loftkæling kostar extra og internet og sjónvarp er aðeins í boði gegn aukagreiðslu.

Á hinn bóginn fá þeir sem vilja helst ekki eyða dýrmætum fjármunum í hótel og mögulega þjónustu sem þeir aldrei nota fyrsta flokks rúm og ættu því að vakna úthvíldir og með fleiri seðla í veskinu en á venjulegum hótelum.

easyHotels er rekin af sömu aðilum og eiga flugfélagið easyJet þar sem einnig þarf að greiða aukalega fyrir allt umfram sæti í flugvélinni. Tune aftur á móti er asísk hótelkeðja sem nýlega opnaði sín fyrstu hótel í Evrópu.

Þess virði að skoða fyrir alla sem ekki þjást af innilokunarkennd og vilja fremur eyða í mat og drykki en flott herbergi sem er þegar öllu er á botninn hvolft aðeins áningarstaður yfir hánóttina.

Vefir easyHotels hér og Tune hér.